December 19, 2004 by
Hebbi
Búinn að vera á fullu að keyra út. Það er eins og íslendingar éti ekkert nema pítsur rétt fyrir jólin. Ég er sko búinn að fá upp íkok á þeim Mamm er alltaf með sama böggið. Vill að ég flytji út og fari að finna mér eigið húsnæði eins og hún kalalr það. Hún er nú eitthvað klikk. Hversvegna ætti ág að vera að leigja fyrir 70 þúsund kall þegar ág get verið í herberginu hliðina á geymslunni frítt? Og notað svo geymsluna til að spila í. Hún var dálítið fúl þegar hún komst af því að ég...
December 10, 2004 by
Hebbi
Ég var með Frikka og Hannesi að spila D&D til klukkan fjögur í nótt. VIð vorum að klára gamalt spil sem við vorum búnir að vera að spila heillengi. Þetta var mjög gaman nema að strákarnir skulda mér ennþá fyrir pítsunum sem ég kom með, tvöfaldri pepperóní veislu. Áður en við fórum að spila fór ég í vinnuna hjá mömmu og prentaði út battlemaps á leiserprenntarann hennar. Kannski þessvegna var hún svopna pist í morgun. Kom æðandi inn í herbergi hjá mér klukkan átta alveg sótsvört af ill...
December 9, 2004 by
Hebbi
Núna er ég búinn að vinna í þrjú og hálft ár á Hróa hetti og ég er enn bara bílstjóri. Ég vill alls ekki vera kallaður pítsasendill, því að við erum sko meira en sendlar, við færum fólki nauðsynjar og huggun á þessum síðustu og verstu tímum. En hvað um það, á ég aldrei að hækka í tign? Hann Lalli djöfull, sem var eitt sinn díler eða þanngað til hann fór í meðferð, hann byrjaði langt á eftir mér að vinna en hann er samt orðinn bakari! Er þetta ekki djöfulsins óréttlæti?
December 9, 2004 by
Hebbi
Fyrst að allir eru farnir að blogga þá get ég það líka. Ég vona að stelpan sem e´g er alltaf að kommenta hjá hætti þá að dissa mig....