Ég var með Frikka og Hannesi að spila D&D til klukkan fjögur í nótt. VIð vorum að klára gamalt spil sem við vorum búnir að vera að spila heillengi. Þetta var mjög gaman nema að strákarnir skulda mér ennþá fyrir pítsunum sem ég kom með, tvöfaldri pepperóní veislu.
Áður en við fórum að spila fór ég í vinnuna hjá mömmu og prentaði út battlemaps á leiserprenntarann hennar. Kannski þessvegna var hún svopna pist í morgun. Kom æðandi inn í herbergi hjá mér klukkan átta alveg sótsvört af illsku og öskraði: Hvað er þetta með þig drengur? Hvenær ætlarðu að taka þig saman í andlitinu og fara að þroskast. Orðinn þrjátíu og eins árs og enn að keyra út pítsur og leika þér í barnaleikjum. Ætlarðu að verða eins og hann pabbi þinn?
Ég ætla ða taka það fram að D&D er ekki barna leikur. Það stendur á kössunum undan spilunum frá 12 ára og uppúr! Og ég ætla ekki að vera eins og pabbi. Hann keyrir strætó. Hver nennir því.?
Mér finnst allt í lagi að ég taka mér smá tíma í það að finna mig?
Kannski verð ég líka einhverntíma bakari hjá á Hettinum!
Þá mun ég öðlast virðingu, loksins!